click below
click below
Normal Size Small Size show me how
Frávikshegðun
Flash cards úr Félagsfræði Frávikshegðunar
| Term | Definition |
|---|---|
| Hver eru fjögur nauðsynleg atriði svo að frávik geti átt sér stað? | 1. Regla eða norm verður að vera til. 2. Einhver verður að brjóta á norminu (eða halda það) 3. Áhorfendur verða að vera til staðar til staðfestingar 4. Mælanlegar líkur á neikvæðum viðbrögðum áhorfenda (gagnrýni, fordæming, ritskoðun, fordómar) |
| Hver eru ABC Adler og Adlers? | Attitude (viðhorf), Behavior (hegðun), og Conditions (ástand eða forsenda). |
| Attitude (ABC Adler og Adler) | Attitude - vísar í óvinsælt, óhefðbundið viðhorf sem gæti eða gæti ekki lýst sér í ódulinni aðgerð. |
| Behavior (ABC Adler og Adler) | Behavior - samanstendur af hverri ódulinni hegðun sem er líkleg til að vekja neikvæða athygli á sér; fordæming, refsing eða óvild |
| Condition (ABC Adler og Adler) | Felur í sér líkamleg einkenni eða eiginleika sem gera einhvern að skotmarki áhorfendanna með ósamþykki, forðun eða athlægi. |
| Hver er lykilsetning Bergers og Luckmanns? | Þjóðfélagið er mannleg afurð, þjóðfélagið er hlutlægur veruleiki, maðurinn er félagsleg afurð. |
| Berger og Luckmann skipta tenglsum við aðra í tvo flokka, hverjir eru þeir? | We-relations (við-tengsl) og They-relations (þið tengsl) |
| Útskýrið We-relations | Hér er merking athafna og samskipta hrein og bein, hér og nú, sveigjanleiki í túlkun og samkomulag. Persónubundið og opið, náin samskipti. Svipar til frumhópatengsla. |
| Dæmi um we-relations | Jói stal sælgætinu en er eigi að síður ýmsum kostum búinn, Við þekkjum hann eða tengjumst honum, þekkjum kannski mömmu hans. |
| Útskýrið They-relations | Tengsl milli fólks sem þekkist ekki persónulega. Meiri líkur á samskiptum með „flokkaðri merkingu“ og hjálp menningarlegrar forskriftar. Samskiptin mótast af samskiptalegum væntingum á grundvelli hlutverka. Samskiptin eru ópersónulegri og staðlaðri. |
| Dæmi um they-relations | Dæmi: Jóhann (ekki lengur Jói) er þjófur eða barnaníðingur. Stimpillinn verður allsráðandi, ekkert annað kemst að |
| Hvað er félagsgerð (social structure)? | Félagsgerð verður til í kjölfar af þau-tengslum. Hún felur í sér endurtekið mynsturbundið atferli; summa flokkaðra samskipta (t.d. skólakerfi, stundaskrá, hagkerfi). Það verður til skipulag um hegðan okkar, fyrirfram hugsað og stýrandi. |
| Hver er mikilvægasta félagsgerðin skv. Berger og Luckmann? | Tungumálið |
| Hvernig verður hinn félagslegi veruleiki til í upphafi? (4 atriði) | Með úthverfingu (externalization), stofnanabindingu (institutionalization), hlutlægum veruleika (objectivation) og umhverfingu (reification). |
| Úthverfing | Til að komast af sem tegund þarf maðurinn að leysa mörg verkefni, framleiða ýmsar menningarlegar afurðir, bæði hlutlægar og huglægar. |
| Dæmi um úthverfingu? | Fyrsti maðurinn þarf að reisa sér húsaskjól, nærast, fræðast, tengast öðrum og fá hugmyndir um hver hann er. Í úthverfingunni leynist skapandi kraftur mannsins, frelsið, þar eru nýjar lausnir búnar til. |
| Stofnanabinding | Þegar tilteknar lausnir á vandamálum verða festar og fyrirfram skilgreindar og ákvarðaðar. Það verða til gagnkvæmar væntingar um hvernig bregðast skuli við ákveðnum aðstæðum. |
| Dæmi um stofnanabindingu? | Skólakerfi í kringum menntun ungmenna, kirkjur til bænahalds |
| Hvað gerist þegar að stofnanabinding verður að hlutlægum veruleika? | Hlutirnir festast og verða allt að því óumbreytanlegir í skynjun okkar: svona er þetta bara. Dæmi: Skólaskylda barna – okkur dettur ekki í hug að breyta því. Þjóðfélagið er orðið að hlutlægum veruleika fyrir okkur. |
| Hvað er umhverfing? | Umhverfing vísar til þess að smám saman skynjum við mannleg sköpunarverk sem eitthvað annað en það. Við fjarlægjumst þau og lítum á þau sem nokkurs konar náttúrulögmál, svona eru hlutirnir bara gerðir. |
| Dæmi um umhverfingu | Stúdentshúfur, ferming, giftingarhringar |
| Hverjar eru fjórar tegundir réttlætanleika (legitimations) á hlutlægum veruleika? | 1. Pre-theoretical 2. Theoretical 3. Explicit theories (beinar kenningar) 4. Symbolic universe (táknræni alheimur) |
| Hvað er pre-theoretical? | Sundurlausar skýringar og grundvallarþekkingaratriði. T.d. mamma, pabbi, peli o.s.frv. – fyrstu árin. |
| Hvað er theoretical? | Hagnýtar útskýringar, spakmæli, hagnýt uppeldismál. T.d. passaðu þig á bílunum, ekki stela, vertu góður við ömmu – kemur upp úr 5 ára aldri. |
| Hvað er explicit theories? | Flóknar útskýringar á afmörkuðu sviði, veraldarviska eða sérhæfð þekking. Hvernig bregðast á við nýjum vanda. T.d. leitað til öldunga, presta eða sérfræðinga, allt eftir tegund samfélagsins – fullorðinsárin. |
| Hvað er hinn táknræni heimur (symbolic universe)? | Er þýðingarmest, skapar heildræna mynd af atferli okkar og gefur þjóðfélaginu og heiminum heildræna mynd í vitund okkar. T.d. Evrópa, miðaldir, nútíminn. |
| Hver eru einkenni táknrænna samskiptakenninga (symbolic interactionism) skv. Blumer? | 1. Bregðumst við áreiti úr umhverfi og merkingunni sem við gefum því 2. Merkingin sem við gefum áreitinu er lærð í samskiptum, ekki meðfædd 3. Áður en við gerum e-ð íhugum við það, tölum við okkur sjálf, metum athafnir okkar og viðbrögð við þeim |
| Hvað er áhrifastjórnun (impression management)? | Áhrifastjórnun er grundvallarhugtak Erving Goffmans. Felst í aðferðum okkar til að koma fram eins og umhverfið ætlast til af okkur og eins og við sjálf viljum koma fram (þar er frelsið, svigrúmið, sbr. úthverfing hjá B&L). |
| Hvað er framhlið hegðunar (front-stage behavior)skv. Goffman? | Formlega hliðin – ekki ólík þau-tengslum hjá B&L. Dæmi: formlegt – þú heitir ekki Siggi heldur Sigurjón |
| Hvað er bakhlið hegðunar (back-stage behavior) skv. Goffman? | Óformlega hliðin – sbr. við-tengsl hjá B&L. Dæmi: óformlegt – þú ert kallaður Siggi ekki Sigurjón |
| Hvað eru gefin merki (expression given) skv. Goffman? | Öll tilætluð boð sem við viljum koma á framfæri í samskiptum. Dæmi: atvinnuviðtal – maður veit hvað maður vill segja og hvaða merki maður ætlar að gefa frá sér. |
| Hvað eru merki gefin óvart (expression given off) skv. Goffman? | Boð sem við sendum óvart frá okkur. Rödin titrar, við svitnum – leiksýningin gengur ekki upp. |
| Hver eru réttindi og skyldur sjúklingsins skv. Talcott Parsons – Sick Role? | 1.Daglegum skyldum aflétt 2.Ekki ábyrgur fyrir ástandinu, getur ekki læknað sig sjálfur með hugaraflinu 3.Verður að finnast ástand sitt óæskilegt, er skyldugur til að vilja vera hress á aftur 4.Verður að leita eftir sérfræðiaðstoð, vera samvinnuþýður |
| Hvað er félagsháttafræði (ethnomethodology)? | Félagsháttafræði er aðferðafræði fólks í hversdagslífinu. Hvernig fáum við botn í tilveruna, hvaða aðferðir við notum til að skilja hvert annað og umhverfi okkar |
| Hver er frumkvöðull félagsháttfræðinnar og hvenær kom hún fram? | Harold Garfinkel; bandarískur félagsfræðingur. Rætur sjónarhornsins frá 5. áratug 20. aldar. |
| Hvað gagnrýnir félagsháttafræðin? | Hefðbundin félagsvísindi – þ.e. það sem Goode kallar essentialism sem byggir á pósitífisma. |
| Hverjir eru fjórir þættir kenningarlegrar sýn Mehan og Wood (1975) á félagsháttafræðina? | Reality vs. reflexive activity. Veruleikinn er ekki til þarna úti sem sjálfstæður veruleiki. Veruleikinn er brothættur. Veruleikinn er margbreytilegur en ekki einn. |
| Hvað er mat/álit (account/accounting)? | Mat/álit eru aðferðir fólks til að lýsa veruleikanum, hvernig við skýrum hegðun okkar og annarra fyrir öðrum, sérstaklega í samtölumm hvernig við sannfærum aðra og okkur sjálf |
| Hvað er leiðarvísir (indexicality)? | Allir atburðir og samtöl skýrast aðeins í ljósi aðstæðna, merkingarlaust eitt og sér. Dæmi: Dagblaðafyrirsagnir gefa sér stundum að við höfum áður fylgst með, óskiljanlegt fyrir aðra. |
| Hvað er et cetera principle (o.s.frv.)? | Samskipti og samtöl eru iðulega ófullkomin: skilja eftir eyður sem þarf að fylla inní. Dæmi: Þegar við fyllum upp í samtöl með „þú veist“. |
| Hver er kjarninn í pósitífisma? | Litið er á frávik sem tiltekið athæfi sem er áþreifanlegt, raunverulegt og mælanlegt. Það er skilgreinanlegt ferli sem gengur í berhögg við ríkjandi viðmið og gildi sem allir deila í sameiningu. |
| Hverjar eru meginspurningar pósitífismans? | -Hvers vegna fremja sumir frávik en aðrir ekki? -Hvaða ástæða liggur að baki frávikum? -Hvað á að gera til úrbóta? |
| Hverjar eru útskýringar pósitífismans á frávikum? | Öll mannleg hegðan á sér orsakir, tiltekin „nauðhyggja“ (determinism). Enginn velur að vera frávik. Líf okkar er ákvarðað af öflum sem við ráðum ekki fyllilega við. T.d. alkóhólismi eigi sér líffræðilegar, sálfræðilegar eða félagslegar skýringar. |
| Hver er grundvallarskilgreining mótunarhyggjunnar (constructionism) á frávikum? | „Ekkert athæfi er í eðli sínu frávik eða afbrot, heldur verður það aðeins frávik eða afbrot ef umhverfið dæmir það svo.“ |